Leikfélag Stykkishólms kemur til höfuðborgarinnar með "Jesús Guð Dýrlingur"þessa helgi

Heil og sæl.      2009

 "Jesús Guð Dýrlingur" Rokkóperan verður sýnd

laugardaginn 10 janúar kl. 19:00 og 22:00  sunnudaginn 11.janúar kl. 14:00

    Félagsheimili Seltjarnarness

Síðasta kvöldmáltíðin Mynd TabergidSíðasta kvöldmáltíðin

 Jesús Guð Dýrlingur, mynd Tabergid

 

 

 María Magdalena og Jesús. Mynd Tabergid

 

 

 

 

 

 

 

Endilega komið á sýninguna og sjáið unga fólkið á Snæfellsnesi í þessu snildarverki.  

Miðasala  894 7900 og 8630078  

 

kveðja,

 

 


Jesús Guð Dýrlingur

Heil og sæl.

Leikverk haustsins er Rokkóperan Jesús Guð Dýrlingur

eftir Andrew L Webber(tónlist ) og Tim Rice(texti ) í þýðingu Níelsar Óskarssonar. Leikstjóri verksins er Guðjón Sigvaldason.

 

Æfingar eru löngu hafnar og gengur verkið vel. 

 

 kveðja Anna Sigga 








Gamalt leikhús að Silfurgötu 7

Heil og sæl,  hugleiðingar formanns!

Leikfélagið Grímnir var 40 ára á síðasta ári.  Við heldum Stórsýningu á Söngleiknum Oliver eftir Lionel Bart, í þýðingu Flosa Ólafssonar undir leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar.  Sjá myndaalbúm

Sýningar fórur fram á Hótelinu eða félagsheimilinu sem er reyndar búið að selja þannig að bærinn á ekkert félagsheimili.  Reyndar var gerður þannig kaupsamningur( kvaðir) til næstu 15 ára, að leikfélagið Grímnir, kvennfélagið, grunnskólinn, þorrablót bæjarbúa og  árshátíðir mættu hafa aðgang að félagsheimilinu. 11 eða 12 ár eru eftir af samningunum og hvað gerum við þá???

Þegar við vorum að sýna Oliver, þurftum við að taka niður föstudagssýningu, þrífa allt fyrir veislur hótelsins á laugardag, þrífa eftir árshátíð og setja upp sýninguna fyrir sunnudagskvöld.

Reyndar borgar leikfélagið ekki greiðslur til hótelsins sem er frábært en sér um þrif og ýmislegt annað.

Draumurinn er að eignast mátulega stórt leikhús, skemmu  til að viðhalda góðu starfi leikfélagsins eða bara nýtt félagsheimili sem við ráðum sjálf yfir og sinnt þörfum bæjarbúa.  Leikmyndir félagsins eru á víð og dreyf um bæinn.  Gamla húsið okkar er orðið annsi léleg.  

Komið er inn í andyri með wc, þar innaf er  salur já eða stofa með einni skrifstofukompu og einu pínulitlu eldhúsi. Svið er við enda stofunnar.

Undir húsinu er pínulítill kjallari varla manngengur, og þar geymum við búninga.  Semsagt,

Þetta litla hús ætlum við að reyna að endurlífga við með litlum sýningum, farandsýningum fyrir bæjarhátíðir, leikskóla og grunnskóla.

Flestir, allavega margir bæjarbúar hafa tekið þátt á einn eða annan hátt í leiksýningum Grímnis í gegnum þessi 40 ár.

Glæðum lífið og tilverunna með leiklist og gleði.

keðja,


Leiklist

Heil og sæl,

Velkomnir allir þeir sem hafa gaman af leiklist og öllu því sem tilheyrir.

Tilgangur minn með þessari síðu er að hafa hana sem upplýsingamiðil fyrir leikara t.d. æfingartíma, sýningartíma og annað sem tilheyrir.

Okkur þætti vænt um ef þú hefur hugmyndir, skemmtilegar skoðanir eða frábærar hugmyndir fyrir leikfélagið að þá endilega að hafa samband og endilega að láta vita ef eitthvað má betur fara. 

kveðja,


Leiklist í Stykkishólmi

Heil og sæl,

Velkomin á síðu leikfélagsins Grímnis í Stykkishólmi


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband